Guðfinnur Ólafsson yfir til málmsmiðju Þórólfs

Björgvin Brynjarsson

Björgvin Brynjarsson

· 1 min read
Thumbnail

Guðfinnur Ólafsson, málmsmiður sem lengi hefur starfað hjá Málmi og gler ehf. hefur sölsað um og hefur störf hjá Málmsmiðju Þórólfs nú um mánaðarmótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Málmsmiðju Þórólfs sem send var fjölmiðlum nú í hádeginu.

Guðfinnur hafði unnið hjá Málmi og gler í hálfan annan áratug en um mikinn feng er að ræða fyrir Málmsmiðju Þórólfs, sem hefur verið að gera sig gildandi á málmsmiðjumarkaðnum undanfarin misseri.

Samkvæmt tilkynningunni mun Guðfinnur aðallega fást við málmsmíði í nýja starfinu en í fyrri störfum Guðfinns hefur hann mest verið í málmsmíði.

"Við tókum eftir því að Guðfinnur hefur lengi unnið gott starf sem málmsmiður og sóttumst við því eftir því að hann myndi smíða úr málmi fyrir okkur, frekar en aðra. Reynsla hans af málmsmíði mun nýtast okkur vel." segir Þórólfur, stofnandi og eigandi Málmsmiðju Þórólfs í samtali við Ekkert að frétta.

Ekki náðist í Guðfinn við vinnslu fréttarinnar en Ekkert að frétta óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi.

Björgvin Brynjarsson

About Björgvin Brynjarsson

Einn okkar virtasti og virkasti meðlimur.

Copyright © 2026 Ekkert að frétta. All rights reserved.
Made by Web3Templates· Github