Bændur ánægðir með Bjarna

Stefán Gunnlaugur Jónsson

Stefán Gunnlaugur Jónsson

· 1 min read
Thumbnail

Bændur í Múlasveit hafa safnað 10.000 undirskriftum til að sýna samstöðu við Bjarna Benediktsson fyrriverandi Fjármálaráðherra. Þeir gengu í hús í sveit sinni og grátbáðu heimamenn að skrifa nafn sitt og kennitölu.

Gunnar Gunnhildarsson sitjandi sveitastjóri í Múlasveit segir Bjarna myndarlegan og sætan strák sem er bara að gera sitt besta. Gunnar segist hafa tekið í höndina á Bjarna einu sinni þegar Bjarni kom í heimsókn í sveitina með Benedikt föður sínum árið 1996. Þeir feðgar hafi þá verið að ganga milli bæja í sveitinni að leita að hlutafjárútboði á sauðfé. Gunnar segir Bjarna hafa verið hinn prúðasta þá og sér ekki af hverju þjóðin er svona leiðinlega við hann.

Við fylgjumst með gangi mála hér á Ekkert að fréttastöðinni.

Stefán Gunnlaugur Jónsson

About Stefán Gunnlaugur Jónsson

Stefán er einn stofnenda og stjónanda Ekkert að frétta hlaðvarpsins og vörumerkisins.

Copyright © 2026 Ekkert að frétta. All rights reserved.
Made by Web3Templates· Github